Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mið 10. ágúst 2016 11:45
Elvar Geir Magnússon
Helgi Kolviðs í útvarpsþættinum: Fór óvænt í þjálfun eftir fótbrot
Helgi Kolviðsson í Frakklandi.
Helgi Kolviðsson í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi og Heimir.
Helgi og Heimir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson var síðasta föstudag kynntur sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Hann verður aðstoðarmaður Heimis í komandi undankeppni fyrir HM.

Helgi mætti í ítarlegt viðtal í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag og sagði þá meðal annars frá því hvernig hann fór fyrst út í þjálfun.

„Í lok ferilsins fótbrotnaði ég, það voru mín fyrstu meiðsli á ferlinum 36 ára gamall. Ef ég hefði ekki meiðst hefði ég örugglega aldrei hætt!" segir Helgi sem þá var hjá Pfullendorf í Þýskalandi.

Hann segist ekki hafa verið með neinar áætlanir um að fara út í þjálfun.

„Þjálfarinn var rekinn og forsetinn hringdi í mig og bað mig um að taka við liðinu í viku meðan verið væri að leita að nýjum þjálfara. Það voru tveir leikir og við unnum þá. Hann bað mig um að taka viku í viðbót og ég gerði það. Það gekk líka vel og ég var beðinn um að klára tímabilið."

Þá fór Helgi að mennta sig í þjálfun þar sem strangar kröfur eru í Þýskalandi um að þjálfarar séu með gráður. Eftir að hafa lokið þjálfaranámi var hann ráðinn sem aðstoðarþjálfari og tók síðan aftur við liðinu sem aðalþjálfari 2010.

Þá hefur hann einnig þjálfað í Austurríki en þegar símtalið barst frá Heimi Hallgrímssyni var hann ekki lengi að hugsa sig um.

„Það var draumur að vinna fyrir landsliðið. Þegar maður horfir aftur á ferilinn var það skemmtilegasta að standa í landsliðstreyjunni, þú ert valinn að leika fyrir þitt land. Þjóðsöngurinn er spilaður og þú færð gæsahúð svo þú þarft eiginlega ekki að hita upp fyrir leikinn."

Helgi var Heimi og Lars til aðstoðar á EM í sumar hjálpaði meðal annars við að taka út andstæðinga liðsins.

„Þetta var meiriháttar. Það var frábært fyrir mig að fá að koma þarna inn og fylgjast með strákunum og Lars og Heimi vinna þetta. Ég var mikið að tala við Roland Andersson, aðstoðarmann Lars, og horfði á marga leiki með honum," segir Helgi.

„Mér fannst frábært að sjá hvernig Lars og Heimir voru með skýra línu fyrir strákana og menn vissu allt um allt. Þetta var frekar einfalt. Ég gleymi ekki einni setningu sem Lars sagði: Það erfiðasta við fótbolta er að hafa hann einfaldan."

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner