Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   mán 08. ágúst 2016 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Steven Lennon: Fékk frekar óhugnaleg skilaboð
„Ég var hataðasti maður Íslands í nokkra daga"
Lennon fékk óhugnaleg skilaboð.
Lennon fékk óhugnaleg skilaboð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lennon er einn öflugasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Lennon er einn öflugasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég fékk skilaboð þar sem hraunað var yfir mig. Ég fékk skilaboð sem ég vil ekki hafa eftir hérna en voru frekar óhugnaleg," sagði Steven Lennon, sóknarmaður FH, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

Lennon var þá að tala um viðbrögð Íslendinga við færslu á Twitter þegar Ísland var að tapa fyrir Frakklandi á 8-liða úrslitum EM í sumar.

„Finally proper football is coming out on top in this tournament" skrifaði Lennon, hann sagði alvöru fótbolta loksins vera að vinna á mótinu.

„Eins og ég útskýrði í tístinu á eftir þá var þetta ekki meint neikvætt gegn Íslandi. Ísland gaf mér tækifæri til að koma og spila fótbolta. Af hverju ætti ég að gera grín að Íslandi? Ég spáði Frökkum sigri fyrir mótið og þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem lið skoraði mörk snemma. Mér fannst þeir spila flottan fótbolta en fólk var ekki ánægt með mig."

„Ég var hataðasti maður landsins í nokkra daga en ég held að þetta sé að baki. Ég vona að fólk skilji að þetta átti ekki að vera til að niðra íslenskan fótbolta eða leikmenn. Fólk getur vonandi horft fram á veginn," segir Lennon.

Nýtur sín á Íslandi
Lennon hefur spilað hér á landi síðan 2011 með smá viðkomu í norska boltanum. Hann segist hæstánægður með lífið á Íslandi.

„Lífið er gott. Ég er með son minn með mér og hann er næstum orðinn átta mánaða gamall. Hann er hálf-íslenskur því ég á hann með íslenskri kærustu. Í hreinskilni líkar mér mjög vel við landið. Þegar ég kom hingað fyrst vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. Þegar ég lenti í Keflavík vissi ég ekki hvað ég væri kominn í því það sást ekkert frá veginum," segir Lennon.

„Ég fór fyrst í Fram og það var tekið frábærlega á móti mér. Toddi var þjálfari og það voru fleiri breskir félagar með mér. Dvölin í Noregi voru vonbrigði. Ég kom aftur og fór í FH. Ég hef virkilega notið þess að vera í FH. Við erum alltaf í baráttunni."

Lennon segist einbeittur að því að verða Íslandsmeistari með FH í ár en veit ekki hvað tekur við eftir tímabilið.

„Ég er að verða samningslaus en veit ekki hvaða kosti ég mun hafa. Ég hef ekki fengið samningstilboð frá neinum. FH bíður væntanlega eftir því að sjá hvernig staðan er eftir tímabilið og loka ekki neinum dyrum. Ég hef engar áhyggjur. Þegar kemur að því að skoða stöðuna þá verð ég líka að hugsa út í son minn, fjölskylduna. Þetta snýst ekki bara um mig lengur. Sjáum hvað gerist í október," segir Lennon.

„Ég hef notið mín í þessu landi. Fótboltinn er að verða betri og það er gaman að taka þátt í því."

Lennon verður í eldlínunni í kvöld þegar FH tekur á móti KR.

„KR hefur verið í vandræðum á meðan FH gerir það sem liðið gerir alltaf, safnar stigum og við erum á toppnum," segir Lennon en í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið sem Tómas Þór Þórðarson tók við hann í þættinum á laugardag.
Athugasemdir
banner