Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. desember 2004 08:10
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin: Hálfdán Gíslason (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Seinasti maðurinn til að sýna hina hliðina á sér á Fótbolti.net árið 2004 er Hálfdán Gíslason en hann er 25 ára sóknarmaður hjá Val. Hálfdán ólst upp í Bolungarvík og lék með heimamönnum þar til hann varð 19 ára en hann lék reyndar eitt tímabil með BÍ.

Hálfdán var meðal annars markahæsti leikmaðurinn í þriðju deild með Bolungvarvík árið 1997 með 32 mörk en hann skoraði ellefu mörk í 23-0 sigri Bolungarvíkur á HVÍ árið 1997. Hálfdán fór til ÍA þegar að hann var 19 ára og skoraði hann fimm mörk í 43 leikjum með Skagamönnum í efstu deild. Árið 2003 fór Hálfdán í Val og hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum í efstu deild í fyrra og í sumar skoraði hann átta mörk í 15 leikjum þegar að Valur sigraði fyrstu deildina.


Fullt nafn: Hálfdán Gíslason

Gælunafn: Danni, Dáni

Aldur: 25 ára

Giftur / sambúð? Er í sambúð með Írisi Axelsdóttur
Börn: Nei

Hvað eldaðir þú síðast? Ég elda sjaldan

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Sveppi, parmaskinku, parmesan ost og basiliku

Hvernig gemsa áttu? Sony Ericsson

Uppáhaldssjónvarpsefni? 24

Besta bíómyndin? Shawshank Redemption

Hvaða tónlist hlustar þú á? Frekar opinn fyrir tónlist

Uppáhaldsútvarpsstöð: Hlusta á þær flestar

Uppáhaldsdrykkur: Vatn og Mjólk

Uppáhalds vefsíða: http://www.mbl.is

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Ekki svo

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með því að skora

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Ég hugsa að ég eigi ekki eftir að spila með kvennaliði Vals…

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Siggi Jóns

Erfiðasti andstæðingur? Miðvarðaparið Reynsi Le og Gulli Jóns eru nokkuð erfiðir

Ekki erfiðasti andstæðingur? Benedikt Bóas er frekar auðveldur

Besti samherjinn? Balli QTA

Sætasti sigurinn? Það var gaman að vinna Íslands- og bikarmeistaratitlana með ÍA

Mestu vonbrigði? Meiðslin hafa valdið mér vonbrigðum oft á tíðum

Uppáhaldslið í enska boltanum? Arsenal

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Thierry Henry

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Ekki viss

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Garðar Gunnlaugs

Fallegasta knattspyrnukonan? Það er erfitt að pikka eina og eina út en ég gæti þó gert top tíu lista….

Grófasti leikmaður deildarinnar? Án efa Guðjón Heiðar Sveinsson

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? No comment

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Balli Beauty

Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Mér er það í fersku minni þegar að góður maður í Valsliðinu þurfti að skreppa á salernið í miðjum leik vegna magakveisu, skellti hann sér á setuna og kom að vörmu spori sprækari en nokkurri sinni fyrr.

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Ég var 16 ára og spilaði með Boltafélagi Ísafjarðar.

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Flott síða

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Já ég geri það nú á hverjum degi

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Ég myndi engu breyta

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Beyonce Knowles

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Það er ekkert leiðinlegra en að hita upp

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Gulli Jóns

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Það er alltaf best að vera heima, ætli Manhattan sé ekki númer 2

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Við skjótum á 20 mín.

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Thierry Henry

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já ég geri það nú.

Hver er uppáhalds platan þín? Margar góðar, er að hlusta á Hopes and Fears með Keane í augnablikinu.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ég man það ekki

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Spilaði í Umbro sl.sumar

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Ég var ekkert spes í myndlist.
Athugasemdir
banner
banner
banner