Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   mán 22. ágúst 2016 14:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Eyjólfur Héðins: Mætti með samviskubit hvern einasta dag
Eyjólfur með knöttinn í leik gegn Val.
Eyjólfur með knöttinn í leik gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir erfiða baráttu við meiðsli síðustu ár er Eyjólfur Héðinsson kominn á gott ról og hefur byrjað síðustu þrjá leiki í Pepsi-deildinni. Ljóst er að margir hefðu gefist upp í sömu stöðu og Eyjólfur var í.

„Þetta var að detta í fjögur ár núna í ágúst og ég er nuna fyrst að detta almennilega í gang," segir Eyjólfur sem var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Eyjólfur meiddist í leik með SönderjyskE í Danmörku árið 2012.

„Afleiðingin af því var náravesen sem gekk mjög illa að finna út úr. Það þurfti þrjár aðgerðir til að laga það. Ég var orðinn klár fyrir ári síðan en það hefur tekið mjög langan tíma að koma sér í gang. Margir vöðvar og festingar höfðu legið í dvala. Það hefur í raun tekið heilt ár að byggja þetta upp. Núna hef ég átt frábæran mánuð og getað æft og spilað af fullum krafti."

„Ég hef spilað fótbolta síðan ég var fimm ára og þetta er það sem maður elskar að gera. Það þarf mjög mikið til að maður gefist upp. Það komu dagar þar sem maður spurði sig af hverju maður væri að þessu. Það voru mikil vonbrigði eftir fyrri tvær aðgerðirnar sem skiluðu engu en félögin úti voru hálpleg og ég fékk að kíkja heim þegar þetta var sem erfiðast. Það var aldrei inni í myndinni að gefast upp."

„Ég var 27 ára þegar þetta gerðist og ég er 31 árs í dag. Ég missti af árunum þar sem maður á að vera á toppnum og auðvitað er maður pínu svekktur yfir því. Núna í dag er ég samt ekkert að spá í það, ég er bara svo ótrúlega glaður og ánægður með að vera að spila fótbolta í dag," segir Eyjólfur.

Þegar hann meiddist hafði hann samið við Midtjylland í Danmörku. Hann var í herbúðum félagsins þegar það hampaði danska meistaratitlinum en hefur sagt í viðtölum að hann hafi ekki litið á sig sem Danmerkurmeistara.

„Ég kom meiddur til Midtjylland og var meiddur hjá þeim í tvö og hálft ár, ég spilaði einhverja tíu leiki en það var bara gálgafrestur. Ég var meiddur. Ég viðurkenni að ég mætti með samviskubit upp á nánast hvern einasta dag á æfingu yfir því að vera að þiggja laun fyrir það sem ég var ekki að gera. Það var verið að senda mig í dýrar aðgerðir út um allt og ég á þeim ótrúlega mikið að þakka. Þeir þurftu í raun ekki að gera þetta," segir Eyjólfur sem var áhorfandi að velgengni liðs síns.

„Það hefði verið yndislegt að taka þátt í því að spila í Evrópukeppni og verða danskur meistari. Auðvitað var erfitt að sjá liðsfélaga sína upplifa stærstu stund sína á ferlinum meðan ég var langt frá því að geta spilað. Ég notaði þetta samt sem hvatningu að ég vil upplifa það sem þeir upplifðu. Þeir unnu hart að einhverju og uppskáru með meistaratitli. Það var þvílíkt spark í rassinn fyrir mig að halda áfram."

Eyjólfur kom heim síðasta vetur og gekk í raðir Stjörnunnar en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann um tímabilið í Garðabænum og svarar fjölbreyttum spurningalista í Tíunni meðal annars.

Stjarnan er í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en liðið mætir FH í kvöld klukkan 18.

Leikir kvöldsins í Pepsi-deildinni
18:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
18:00 Fylkir-ÍA (Floridana völlurinn)
20:00 Þróttur R.-Valur (Þróttarvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner