Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 24. ágúst 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Ajax þarf sigur í Rússlandi
Ajax þarf sigur í Rússlandi í kvöld.
Ajax þarf sigur í Rússlandi í kvöld.
Mynd: Getty Images
Baráttan um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er hörð og eru fimm leikir á dagskrá í undankeppninni í kvöld.

Nágrannar okkar frá höfuðborg Danmörku fara til Kýpurs eftir eins marks sigur á heimavelli í fyrri leiknum.

Manchester City mun líklega tefla fram varaliði eftir stórsigur í Rúmeníu og þá er Borussia Mönchengladbach einnig í góðum málum gegn Young Boys eftir sigur á útivelli.

Mesta spennan er í Rússlandi og Austurríki þar sem allt er í járnum eftir 1-1 jafntefli í fyrri leikjunum.

Ajax er í vandræðum og þarf að sigra gegn FK Rostov í Rússlandi eftir jafntefli í Hollandi og svipaða sögu er hægt að segja af Dinamo Zagreb sem gerði jafntefli við Salzburg og þarf helst sigur ytra.

Leikir kvöldsins:
18:45 APOEL - Kaupmannahöfn (0-1)
18:45 Man City - Steaua Bucharest (Stöð 2 Sport) (5-0)
18:45 B. M'Gladbach - Young Boys (3-1)
18:45 FK Rostov - Ajax (1-1)
18:45 Salzburg - Dinamo Zagreb (1-1)
Athugasemdir
banner
banner
banner