mið 24. ágúst 2016 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dragovic til Leverkusen (Staðfest)
Dragovic var miður sín eftir vítaspyrnuna og voru Austurríkismenn á endanum sendir heim af strákunum okkar.
Dragovic var miður sín eftir vítaspyrnuna og voru Austurríkismenn á endanum sendir heim af strákunum okkar.
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen er búið að staðfesta komu austurríska miðvarðarins Aleksandar Dragovic til félagsins.

Dragovic er 25 ára gamall og er búinn að skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið.

Dragovic er talinn einn af mikilvægustu leikmönnum austurríska landsliðsins, en Íslendingar muna eftir honum á EM í sumar þar sem hann klúðraði vítaspyrnu gegn Íslandi með því að skjóta í stöng.

Dragovic hefur verið partur af liði Dynamo Kiev undanfarin þrjú ár en þar áður var hann lykilmaður hjá Basel og Austria Vín. Dragovic hefur leikið 38 landsleiki fyrir Austurríki.

„Það var mikilvægt fyrir mig að spila með Dynamo Kiev en núna hugsa ég ekki um annað en að spila í Bundesligunni, sem er ein af allra bestu deildum í heimi," sagði Dragovic í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner