Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 24. ágúst 2016 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland vill ekki fá Sakho á láni frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því að Sunderland hafi hafnað því að fá franska miðvörðinn Mamadou Sakho lánaðan frá Liverpool.

Jürgen Klopp vill lána Sakho frá félaginu svo hann geti komið sér í leikform og fengið spilatíma, en Sunderland sárvantar miðverði eftir meiðsli John O'Shea og sölu Younes Kaboul til Watford, auk mikils áhuga frá Everton á Lamine Kone.

Sakho þótti enda síðasta tímabil afar vel en þetta tímabil fer hins vegar afar illa af stað fyrir Frakkann, sem var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum.

David Moyes, stjóri Sunderland, vill öðruvísi tegund af miðverði og telur Papy Djilobodji, sem kom frá Chelsea fyrr í ágúst, vera betri valmöguleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner