Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. ágúst 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Joe Hart er brjálaður
Powerade
Joe Hart er ósáttur.
Joe Hart er ósáttur.
Mynd: Getty Images
Bendtner gæti verið á leið í enska boltann á nýjan leik.
Bendtner gæti verið á leið í enska boltann á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá helsta slúðrið úr enska boltanum á þessum fína miðvikudegi.



Jose Mourinho, stjóri Manchester Untied, er tilbúinn að bíða þar til á lokadegi félagaskiptagluggans til að fá Jose Fonte frá Southampton. (Manchester Evening News)

Phil Jones vill vera áfram hjá Manchester United þrátt fyrir áhuga frá Stoke og Arsenal. (Guardian)

Joe Hart er brjálaður yfir meðhöndluninni sem hann er að fá hjá Manchester City. Hann er í kapphlaupi við tímann til að finna nýtt lið áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Daily Mail)

Everton hefur ekki jafnmikinn áhuga á Hart og áður. (Daily Expess)

Tottenham gæti boðið Nabil Bentaleb sem hluta af kaupverðinu fyrir Moussa Sissoko, leikmann Newcastle. (Daily Mirror)

Alexandre Lacazette, framherji Lyon, verður áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga Arsenal. Rachid Ghezzal, liðsfélagi hans, hefur einnig hafnað tilboði frá Everton. (RMC)

Lamine Kone fær ekki að fara frá Sunderland til Everton. (Daily Mail)

Napoli hefur boðið Kalidou Koulibaly nýjan samning en Chelsea hefur verið á eftir honum í sumar. (La Gazzetta dello Sport)

Napoli vill fá Eliaquim Mangala á láni frá Manchester City. (The Times)

Watford er að kaupa Daryl Janmaat frá Newcastle. (Newcastle Chronicle)

Hull er að reyna að fá Ryan Mason frá Tottenham. (Sky Sports)

Mike Phelan, tímabundinn stjóri Hull, vill fá Micah Richards varnarmann Aston Villa til félagsins. (Daily Mirror)

WBA er á eftir Chalie Taylor, bakverði Leeds. (Daily Star)

Everton og Hull eru að berjast við Napoli og Sevilla um Salvatore Sirigu, markvörð PSG. (Le Parisien)

WBA er að fá framherjann Jay Rodriguez á láni frá Southampton. (Talksport)

Tim Krul er að ganga frá nýjum samningi við Newcastle en hann verður síðan á láni hjá Ajax í vetur. (ESPN)

Hal Robson-Kanu sló í gegn með Wales á EM í sumar. Hann er án félags í augnablikinu og ætlar að bíða þar til í lok félagaskiptagluggans með að semja við nýtt félag. Félög frá Englandi, Spáni, Ítalíu og Kína vilja fá Robson-Kanu. (South Wales Evening Post)

Sunderland hefur boðið þrjár milljónir punda í Alfie Mawson, miðvörð Barnsley, en Newcastle og Leeds vilja líka fá hann. (Sheffield Star)

QPR ætlar að reyna að fá Nicklas Bendtner í sínar raðir en hann er án félags í augnablikinu. (ESPN)

Victor Valdes, markvörður Middlesbrough, missir af næstu tveimur leikjum vegna meiðsla á læri. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner