mið 24. ágúst 2016 12:04
Elvar Geir Magnússon
Schweinsteiger: Man Utd mitt síðasta félag í Evrópu
Schweinsteiger í leik með Man Utd.
Schweinsteiger í leik með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger segir að Manchester United verði hans síðasta félag í Evrópu og hann verði klár ef liðið þarf á honum að halda.

Þessi 32 ára leikmaður spilaði 31 leik síðasta tímabil en er ekki í plönum Jose Mourinho sem hefur látið hann æfa með varaliðinu.

Schweinsteiger lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en hann var fyrirliði þýska landsliðsins.

„Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir þann magnaða stuðning sem ég hef fengið undanfarnar vikur," skrifaði Schweinsteiger á Twitter. Hann segir að Manchester United hafi verið eina félagið sem hefði getað fengið hann til að yfirgefa Bayern München.

Schweinsteiger á tvö ár eftir af þriggja ára samningi sem hann gerði við United í fyrra en Paul Pogba, Marouane Fellaini, Michael Carrick, Ander Herrera og Morgan Schneiderlin eru allir á undan honum í goggunarröðinni í dag.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner