mið 24. ágúst 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Réðst á markvörð af því að veðmálið var að tapast
Mynd: Getty Images
17 ára unglingur sem réðst á markvörð í leik Jonköping og Östersund í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði hljóp inn á völlinn í reiði sinni þar sem hann hafði tapað veðmáli á leikinn.

Atvikið átti sér stað á 90. mínútu í leik Jonköpings og Ötersund en þá var staðan 1-1.

Unglingurinn hljóp inn á völlinn og réðst á Aly Keita markvörð Östersund. Keita þurfti á aðhlynningu að halda og dómarinn ákvað að hætta leik í kjölfarið.

„Hann hafði veðjað á ákveðin úrslit í leiknum og þegar staðan var ekki eins og hann óskaði þá brást hann svona við vonbrigðunum," sagði saksóknarinn Pernilla Torsleff um málið.

Ekki er búið að ákveða refsingu fyrir unglinginn en einnig á eftir að ákveða hvort leikurinn endi 1-1 eða hvort leikurinn verði spilaður aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner