banner
   fim 25. ágúst 2016 06:00
Fótbolti.net
Þjálfaraferð til Belgíu
Mynd: Vita
Vikuferð til Belgíu fyrir knattspyrnuþjálfara til að kynna sér þjálfun í flottum unglingaakademíum þar og heimsókn til Belgíska knattspyrnusambandsins.

Flug út 16. október og heim 23. október.

Gist verður á góðu hóteli í St. Niklas allar næturnar og þar fylgir morgunverður með í pakkanum.

Heimsókn til liðanna Beveren, Lokeren og Club Brugge þar sem við kynnum okkur unglingaþjálfun þeirra, fáum að sjá og heyra hvernig þeir byggja hana upp.

Cris van Puevelden hjá belgíska knattspyrnusambandinu tekur á móti okkur í glæsilegri nýbyggðri aðstöðu sambandsins og heldur fyrirlestur fyrir okkur.

Double Pass verður með okkur einn dag en þjálfarar hjá þessu einkafyrirtæki standa framarlega í afreksþjálfun einstaklinga í Evrópu

KSÍ viðurkennir ferðina sem endurmenntun og hún gefur 15 endurmenntunar stig.
Möguleiki er á að komast á leik í Belgísku úrvalsdeildinni á milli Anderlecht og Lokeren.
(Verið að athuga með miða)

Verð fyrir herlegheitin er:
199.500 ef gist er í tvíbýli
249.500 ef gist er í einbýli
Innifalið í verði eru rútuferðir til og frá flugvelli sem og í allar heimsóknir og til baka á hótelið.

Lágmarksfjöldi í ferðina til að hægt verði að fara er 20 manns.

Hámarksfjöldi í ferðina er 30 manns.

Til að bóka ferðina, þá sendið tölvupóst á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner