Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. ágúst 2016 20:57
Gunnar Karl Haraldsson
Meistaradeildin: Man City áfram - Hazard með þrennu
Fabian Delph skoraði mark City í kvöld.
Fabian Delph skoraði mark City í kvöld.
Mynd: Getty Images
Thorgan Hazard skoraði þrennu í kvöld.
Thorgan Hazard skoraði þrennu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum var að ljúka í undankeppni Meistaradeildar Evrópu

Manchester City fóru auðveldlega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Þeir unnu fyrri leikinn 0 - 5 gegn Steaua Bucharest og kláruðu sinn leik í kvöld 1 - 0 með marki frá Fabian Delph.

Ajax tapaði fyrir Rússnenska liðinu Rostov í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði 1-1. En leikurinn í kvöld var auðveldur fyrir Rostov sem endaði með 4-1 sigri heimamanna.

Borussia Mönchengladbach fór létt með Svissnenska liðið Young Boys í kvöld. Bróðir Eden Hazard, Thorgan Hazard gerði þrennu fyrir Borussia ásamt því að Raffael gerði þrennu.

FC Kaupmannahöfn náði sæti í riðlakeppninni í ár. Þeir mættu APOEL frá Kýpur. Kaupmannahöfn vann fyrri leikinn 1 - 0, staðan var sú sama fyrir APOEL í kvöld þangað til á 86. mínútu þegar Federico Santander jafnaði metinn og tryggði Kaupmannahöfn
áframhaldandi veru í keppninni.

Salzburg og Dinamo Zagreb mættust í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 og eins og sá fyrri og þurfti því að framlengja. Í framlengingunni hafði Dinamo Zagreb betur. El Arbi Soudani skoraði sigurmarkið á 95. mínútu leiksins.

Rostov 4 - 1 Ajax (Samtals: 5 - 2)
1-0 Serdar Azmoun ('34 )
2-0 Aleksandr Erokhin ('52 )
3-0 Cristian Noboa ('60 )
4-0 Dmitriy Poloz ('66 )
4-1 Davy Klaassen ('84 , víti)
Rautt spjald:Fedor Kudryashov, Rostov ('83)

Manchester City 1 - 0 Steaua (Samtals: 6 - 0)
1-0 Fabian Delph ('56 )

Borussia M. 6 - 1 Young Boys (Samtals: 9 - 2)
1-0 Thorgan Hazard ('9 )
2-0 Raffael ('33 )
3-0 Raffael ('40 )
4-0 Thorgan Hazard ('64 )
5-0 Raffael ('77 )
5-1 Yoric Ravet ('79 )
6-1 Thorgan Hazard ('84 )

APOEL 1 - 1 FC Kobenhavn (Samtals: 1 - 2)
1-0 Pieros Sotiriou ('69 )
1-1 Federico Santander ('86 )

Salzburg 1 - 2 Dinamo Zagreb
1-0 Valentino Lazaro ('22 )
1-1 Junior Fernandes ('87 )
1-2 El Arbi Soudani ('95 )
Athugasemdir
banner
banner
banner