Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. ágúst 2016 13:01
Elvar Geir Magnússon
Hope Solo í sex mánaða bann
Sex mánaða bann á þig.
Sex mánaða bann á þig.
Mynd: Getty Images
Hope Solo, markvörður bandaríska kvennalandsliðsins, mun ekki spila landsleik í sex mánuði vegna ummæla á Ólympíuleikunum.

„Við töpuðum fyrir liði sem skipað er heiglum. Betra liðið vann ekki í dag," sagði þessi 35 ára markvörður eftir tap gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum.

Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að þessi óvirðing Solo í garð andstæðingana séu óásættanleg og hefur dæmt hana í landsliðsbann þar til í febrúar.

Hope Solo segist miður sín yfir ákvörðuninni og skrifaði á Facebook:

„Ég væri ekki leikmaðurinn sem ég er án persónunnar sem ég er. Jafnvel þó ég hafi ekki tekið bestu ákvarðanirnar eða sagt réttu hlutina."

Þrátt fyrir þetta langa bann missir Solo eins og staðan er bara af tveimur leikjum bandaríska liðsins; gegn Tælandi og Hollandi í næsta mánuði. En bandaríska knattspyrnusambandið á eftir að setja saman leikjalista. Liðið spilaði 14 leiki á sama hluta 2015-16.

Í janúar 2015 var Solo, sem hefur leikið yfir 200 landsleiki, sett í mánaðarbann. Hún var í bíl sem eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, keyrði undir áhrifum áfengis.
Athugasemdir
banner
banner
banner