Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 25. ágúst 2016 21:14
Jóhann Ingi Hafþórsson
2. deild: Grótta kom til baka í toppslagnum
Agnar Guðjónsson minnkaði muninn fyrir Gróttu.
Agnar Guðjónsson minnkaði muninn fyrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Grótta 2 - 2 Afturelding
0-1 Kristinn Jens Bjartmarsson ('24)
0-2 Wentzel Steinarr R Kamban ('49)
1-2 Agnar Guðjónsson ('55)
2-2 Brynjar Kristmundsson ('80)


Það var risaleikur i 2. deildinni í kvöld.

Þá mættist Afturelding sem var í 2. sæti fyrir leikinn og Grótta sem var í 3. sæti. Bæði lið voru með 35 stig og lítið eftir af deildinni. Það var því mikið undir í kvöld.

Afturelding fór betur af stað og var Kristinn Jens Bjartmarsson búinn að brenna af vítaspyrnu áður en hann skoraði svo stuttu síðar.

Í seinni hállfeik fór Afturelding líka betur af stað og komust í 2-0 á 49. mínútu og var staðan orðin ansi vænleg fyrir Mosfellinga.

Gróttumenn gáfust hins vegar ekki upp því Agnar Guðjónsson skoraði stuttu seinna og minnkaði muninn. Brynjar Kristmundsson jafnaði siðan metin á 80. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Ansi svekkjandi fyrir Aftureldingu sem hefði getað komið sér í ansi góða stöðu.

Nú eru liðin bæði með 36 stig og er mikil og spennandi barátta framundan.


Athugasemdir
banner