Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. ágúst 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
U19 kvenna tapaði gegn Póllandi - Kvendómarar dæmdu
Bríet dæmdi leikinn.
Bríet dæmdi leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 ára landslið kvenna varð að lúta í lægra haldi gegn Póllandi í vináttulandsleik sem leikinn var í Sandgerði. Eitt mark var skorað í leiknum en það var Pólland sem skoraði í byrjun seinni hálfleiks.

Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og átti í fullu tré við pólska liðið. Íslenska liðið sótti nokkuð stíft í seinni hálfleik og hefði með smá heppni getað jafnað metin. Það tókst samt ekki og 0-1 tap niðurstaðan.

Fjórir kvendómarar dæmdu leikinn í gærkvöldi.

Bríet Bragadóttir var aðaldómari en Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Vladovic voru aðstoðardómarar. Þá var Guðrún Fema Ólafsdóttir fjórði dómari í leiknum.

Aukinn áhugi er hjá konum að starfa við dómgæslu og hvetur KSÍ allar konur sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur að hafa samband við Magnús Má Jónsson, dómarastjóra KSÍ, sem glaður veitir allar upplýsingar.
Athugasemdir
banner