Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 27. ágúst 2016 08:45
Fótbolti.net
Kristinn Freyr, Pepsi og enski í útvarpinu í dag
Kristinn Freyr með bikarinn.
Kristinn Freyr með bikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaðurinn magnaði í Val, er gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag. Kristinn er lykilmaður í bikarmeistaraliðinu en hann hefur verið fimm sinnum í röð í úrvalsliði umferðarinnar í Pepsi-deildinni.

Þátturinn er milli 12 og 14 eins og venja er á laugardögum. Elvar Geir Magnússon og Magnús Már Einarsson verða í gasklefanum en Tómas Þór Þórðarson er í fríi að þessu sinni.

Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur þáttarins um Pepsi-deildina, verður á línunni og fer yfir komandi umferð.

Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, fer yfir komandi leiki hjá liðinu.

Þá verður enski boltinn til umfjöllunar. Fylgst verður með gangi mála í leik Tottenham og Liverpool en að honum loknum mun Kristján Atli Ragnarsson á kop.is kryfja leikinn.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Hægt er að finna Magnús og elvar á Twitter undir @maggimar og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner