Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. ágúst 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Shevchenko búinn að velja hópinn gegn Íslandi
Andriy Shevchenko.
Andriy Shevchenko.
Mynd: Getty Images
Það ríkir mikil eftirvænting í Úkraínu eftir nýrri undankeppni HM en fyrsti leikur liðsins verður 5. september gegn Íslandi. Goðsögnin Andriy Shevchenko er tekinn við stjórnartaumunum og er þess vænst að undir hans stjórn muni úkraínska liðið spila áhorfendavænan fótbolta.

Shevchenko hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp, hópinn sem mætir okkur Íslendingum. Leikurinn verður leikinn við furðulegar aðstæður. Vegna óláta áhorfenda Úkraínu í síðustu undankeppni verður 70 þúsund manna þjóðarleikvangurinn í Kænugarði tómur.

Úkraínskir fjölmiðlar eru ánægðir með valið hjá Shevchenko sem þeir telja að gefi til kynna að breiddin sé að aukast hjá liðinu. Ungir leikmenn voru valdir. Liðið tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu. Krafan er sett á að Shevchenko nái að reisa liðið upp eftir vonbrigðin í Frakklandi.

Markverðir: Denys Boyko (Beşiktaş); Andriy Pyatov (Shakhtar Donetsk); Mykyta Shevchenko (Zorya Luhansk)

Varnarmenn: Artem Fedetskiy (SV Darmstadt 98); Oleksandr Kucher, Yaroslav Rakitskiy, Bohdan Butko, Ivan Ordets, Serhiy Kryvtsov (allir í Shakhtar); Yevhen Khacheridi (Dynamo Kiev); Pavlo Ksyonz (Karpaty Lviv); Eduard Sobol (Zorya Luhansk)

Miðjumenn: Andriy Yarmolenko, Serhiy Sydorchuk, Serhiy Rybalka, Vitaliy Buyalskiy, Denis Harmash (allir í Dynamo Kev); Taras Stepanenko, Maksym Malyshev, Viktor Kovalenko (Shakhtar Donetsk); Oleksandr Karavayev, Ivan Petryak (Zorya Luhansk); Yevhen Konoplyanka (Sevilla); Roman Bezus (Sint-Truidense V.V.); Vladlen Yurchenko (Bayer 04 Leverkusen); Oleksandr Zinchenko (Manchester City); Yevhen Shakhov (PAOK)

Sóknarmenn: Roman Zozulya (Real Betis); Yevhen Seleznyov (Shakhtar Donetsk); Artem Dovbyk, Denys Balanyuk (Dnipro Dnipropetrovsk)

Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands, nefndi Yevhen Konoplyanka og Andriy Yarmolenko sérstaklega sem leikmenn sem íslenska liðið þarf að varast en hér að neðan má sjá viðtal við Helga um úkraínska liðið.
Helgi Kolviðs: Látum töp Úkraínu á EM ekki blekkja okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner