Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 26. ágúst 2016 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Jafntefli í báðum leikjum - Perez ekki í hóp
Perez er á leið til Arsenal
Perez er á leið til Arsenal
Mynd: Getty Images
Malaga náði í gott stig
Malaga náði í gott stig
Mynd: Getty Images
Önnur umferð spænsku úrvalsdeildarinnar hófst í kvöld með tveimur leikjum, en þeir enduðu báðir með jafntefli.

Það er ekki hægt að segja neitt sérstaklega mikið um leik Real Betis og Deportivo La Coruna. Sóknarmaðurinn Lucas Perez var ekki í hóp hjá Deportivo í kvöld, en hann er á leið til Arsenal. Það gæti hafa kostað Deportivo þar sem leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Deportivo er þó á toppi deildarinnar með fjögur stig, en Lucas Perez tryggði 2-1 sigur gegn Eibar í fyrstu umferðinni með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það var aðeins meira um fjör þegar Espanyol fékk Malaga í heimsókn seinna í kvöld. Gerard Moreno kom Espanyol í 2-0 með mörkum á 28. og 61. mínútu, en það var ekki nóg. Malaga náði að koma til baka og jöfnunarmarkið skoraði Charles á 90. mínútu.

Þetta var mjög fínt stig fyrir Malaga og er liðið nú með tvö stig í 8. sæti deildarinnar, en Espanyol er eins og Real Betis með eitt stig í neðri hlutanum.

Betis 0 - 0 Deportivo

Espanyol 2 - 2 Malaga
1-0 Gerard Moreno ('28 )
2-0 Gerard Moreno ('61 )
2-1 Diego Llorente ('67 )
2-2 Charles ('90 )
Athugasemdir
banner