fös 26. ágúst 2016 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
„Mertens má stara á mig í sturtu ef hann setur tvö í leik"
Maurizio Sarri er skrautlegur persónuleiki
Maurizio Sarri er skrautlegur persónuleiki
Mynd: Getty Images
Þjálfari Napoli, Maurizio Sarri, er með þeim skrautlegustu í ítalska boltanum. Hann lét ansi furðuleg ummæli falla fyrir leikinn gegn AC Milan á morgun og hafa þessi ummæli vakið mikla athygli.

Sarri sagði við fjölmiðla fyrir leik að Belginn Dries Mertens megi stara á sig í sturtu ef hann heldur áfram að skora tvö mörk í leik. Mertens byrjaði á bekknum í fyrsta leik Napoli í deildinni, en hann kom inn á og setti tvö og hjálpaði Napoli að gera 2-2 jafntefli við Pescara.

Mertens fagnaði með því að stara á Sarri og gefa þannig til kynna óánægju sína með að byrja á bekknum. Fjölmiðlar spurðu Sarri út í fagnið og hann lét furðuleg ummæli falla um málið.

„Ef hann heldur að þetta hafi áhrif á ákvarðanir mínar, þá getur hann gleymt því," sagði Sarri. „Ef hann skorar tvö mörk í hverjum einasta leik, þá má hann koma og stara á mig í sturtu, mér er sama."
Athugasemdir
banner
banner
banner