Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. ágúst 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Palermo vill fá Balotelli heim - „Hann yrði dýrkaður hér"
Balotelli fæddist í Palermo árið 1990 sem Mario Barwuah
Balotelli fæddist í Palermo árið 1990 sem Mario Barwuah
Mynd: Getty Images
Það hefur verið mikið verið rætt og skrifað um sóknarmanninn Mario Balotelli í sumar. Liverpool vill ekki halda honum lengur og hann hefur verið orðaður við fjölmörg lið. Það síðasta er Palermo á Ítalíu, en félagið hefur staðfest tilboð í sóknarmanninn umdeilda.

Balotelli er ekki í áætlunum Jurgen Klopp hjá Liverpool og er talið ansi líklegt að hann muni fara áður en félagsskiptaglugginn lokar í næstu viku. Hann hefur undanfarið verið orðaður við félög á Ítalíu eins og Crotone and Sassuolo, en nú þykir Palermo ansi líklegur áfangastaður.

„Þetta er mjög heillandi tillaga," sagði Guglielmo Micciche, varaforseti Palermo, í samtali við La Gazzetta dello Sport. „Þetta er mjög erfitt, en við erum að reyna. Þetta yrðu frábær kaup fyrir forsetann (Maurizio) Zamparini, gjöf fyrir alla stuðningsmennina."

„Við höfum gert okkar tilboð og nú er boltinn hjá Liverpool og leikmanninum sjálfum. Launakostnaðurinn er mikill hjá honum og hann er með gríðarlegt magn af styrktaraðilum, svo þetta er ekki auðveld lausn, en Palermo gæti verið rétti staðurinn fyrir hann."

„Hann fæddist í Palermo og við lítum á hann sem ríkisborgara í Palermo. Þessi borg myndi fagna honum með opnum örmum - hann yrði dýrkaður hér. Leikmaður eins og hann er draumur fyrir Palermo og hann gæti orðið leiðtogi fyrir þetta lið."


Balotelli fæddist í Palermo á Sikiley sem Mario Barwuah, en hann fékk nafnið Balotelli eftir að ítölsk fjölskylda frá Brescia ættleiddi hann vegna heilsuvandamála þegar hann var aðeins þriggja ára.

Hinn 26 ára gamli Balotelli hefur spilað með bæði Inter og AC Milan á Ítalíu og Manchester City og Liverpool á Englandi. Nú gæti hann mögulega snúið aftur "heim" og spilað með Palermo, en það yrði mjög áhugavert að sjá það.
Athugasemdir
banner
banner
banner