Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. ágúst 2016 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Telegraph 
Ragnar Klavan þurfti að fá „selfie" frá Klopp
Klavan hélt að um grín væri að ræða þegar hann heyrði fyrst af áhuga hjá Liverpool
Klavan hélt að um grín væri að ræða þegar hann heyrði fyrst af áhuga hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Ragnar Klavan hélt fyrst að um einhvers konar hrekk væri að ræða þegar hann heyrði af áhuga frá Liverpool í sumar.

Hann segir í samtali við Telegraph að hann hafi beðið Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, um „selfie" til þess að fá sönnun. Hann fékk myndina frá Klopp og þá fór hann að trúa þessu.

Klavan gekk á endanum til liðs við Liverpool frá Augsburg í Þýskalandi fyrir 4,2 milljónir punda, en hann átti aldrei von á því að ganga til liðs við jafn stórt félag og Liverpool.

„Jurgen sendi mér „selfie" til þess að sanna að þetta væri hann," sagði Klavan í viðtali við Telegraph.

„Ég fékk skilaboð frá honum og ég trúði því ekki. Ég vildi fá sönnun og hann sendi mér mynd til baka af sér brosandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner