Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Donnarumma valinn í ítalska landsliðið í fyrsta sinn
Donnarumma er gríðarlega efnilegur
Donnarumma er gríðarlega efnilegur
Mynd: Getty Images
Gian Piero Ventura er búinn að velja sinn fyrsta landsliðshóp hjá Ítalíu og í honum er hinn 17 ára gamli markvörður Gianluigi Donnarumma.

Þetta eru kannski ekki fréttir sem koma mörgum á óvart, en Donnarumma hefur slegið í gegn hjá AC Milan. Hann varði markið hjá Milan stóran hluta á síðasta leiktímabils og þá byrjar hann þetta tímabil af miklum krafti. Hann varði vítaspyrnu á lokamínútunum í 3-2 sigri gegn Torino í fyrsta leik Milan í Seríu A. Alls ekki slæm byrjun það.

Ventura er gríðarlega reynslumikill þjálfari, en hann var ráðinn til starfa hjá Ítalíu í júní. Hann er mikið að gefa tækifæri í sínu fyrsta landsliðsvali þar sem menn eins og Alessio Romagnoli (AC Milan), Andrea Belotti (Torino), Leonardo Pavoletti (Genoa) eru allir valdir í fyrsta sinn ásamt Donnarumma.

Ítalir mæta Frökkum í vináttulandsleik á fimmtudaginn áður en þeir mæta svo Ísrael í fyrsta leiknum í undankeppni HM fjórum dögum síðar.

Hér að neðan má sjá hópinn í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner