Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
Niðurtalningin - F er fyrir fótbolta og H er fyrir Hödda Magg
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
banner
   sun 28. ágúst 2016 13:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kristinn Freyr: Ég er skapstór og tapsár
Kristinn hefur verið magnaður í sumar.
Kristinn hefur verið magnaður í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn fær að líta gula spjaldið.
Kristinn fær að líta gula spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með bikarinn sjálfan.
Með bikarinn sjálfan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals, hefur verið á miklu flugi í Pepsi-deildinni og sú staðreynd að hann hefur verið fimm sinnum í röð í úrvalsliði umferðarinnar segir sitt. Kristinn kom í stórskemmtilegt spjall í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7.

Kristinn lyfti bikarnum annað árið í röð með Valsmönnum nýlega en eftir þann titil hafa fylgt 7-0 og 4-0 sigrar í deildinni. Kristinn segir að það sé ekki erfitt að mótivera sig þrátt fyrir að bikar og Evrópusæti séu í höfn.

„Mér finnst það ekki persónulega. Þetta er það stutt mót og svo eru einhverjir að spila fyrir framtíðina, þá hafa menn ekki tíma til að slaka á," segir Kristinn.

Mesta pressan kemur frá mér sjálfum
Valur vann öruggan 2-0 sigur gegn ÍBV í bikarúrslitum þrátt fyrir að Kristinn, sem er algjör lykilmaður í liðinu, hafi ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Sjálfur viðurkennir Kristinn að hafa verið pirraður vegna eigin frammistöðu.

„Ég var það. Auðvitað var ég mjög ánægður með að vinna bikarinn en ég set mikla pressu á sjálfan mig. Mest af þeirri pressu sem er á mér kemur frá sjálfum mér. Ég var mjög ósáttur við mína frammistöðu í þeim leik. Þegar maður fann að maður var ekki alveg á deginum sínum fór maður meira að hlaupa og berjast fyrir liðið," segir Kristinn sem var tekinn af velli þegar um tíu mínútur voru eftir.

„Ég var ekkert pirraður yfir því að hafa verið tekinn út af. Mér fannst ég eiga það skilið að vera tekinn af velli. Gaui (Guðjón Lýðsson) kom inn og hann var miklu meira í boltanum en ég þessar tíu mínútur sem hann spilaði."

Vildi hafa náð fleiri tímabilum með Kristjáni og Frey
Kristinn hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár. Þegar Kristján Guðmundsson og Freyr Alexandersson voru þjálfarar Vals sóttu þeir hann frá Fjölni 2012. Kristinn segir að það hafi ekki verið erfitt að yfirgefa Grafarvogsliðið

„Ég hef verið mjög ánægður síðan ég kom í Val. Þegar ég yfirgaf Fjölni var liðið í 1. deild og númer eitt á þeim tíma hjá mér var að spila í úrvalsdeildinni. Ég vildi fara í Val og það var mjög spennandi. Mér leist mjög vel á þjálfarana og þeir voru algjörlega frábærir. Eftir á var leiðinlegt að hafa bara náð einu ári með þeim," segir Kristinn en það voru smá læti kringum félagaskipti hans frá Fjölni.

„Þeir vildu ekki leyfa mér að fara. Þegar það er þannig þarf að beita ýmsum brögðum. Sem betur fer fyrir mig kláraðist það mál. Þetta var frekar erfiður tími fyrir mig en það var gaman að skrifa undir hjá Val."

Óli hefur gefið mikið frjálsræði
Kristinn Freyr hefur skorað mun meira á þessu tímabili en önnur tímabil hans í meistaraflokki. Hann er kominn með 14 mörk í deild og bikar.

„Það væri mjög auðvelt fyrir mig í þessari stöðu að vera sáttur og taka því rólega. Ég er ekki þannig gerður. Það eru sex leikir eftir og við eigum eftir skemmtilega leiki gegn FH, KR og Breiðabliki sem dæmi. Ég ætla að halda áfram að skora og leggja upp. Ég vil klára þetta tímabil almennilega," segir Kristinn sem hrósar þjálfurum sínum.

„Það er smá breyting að skora meira en ég er að leggja upp. Óli og Bjössi eiga stóran þátt í minni velgengni í sumar. Til að taka mína spilamennsku á næsta stig þurfti ég að fara að skora fleiri mörk og vera meira ógnandi í mínum leik. Það hefur tekist vel núna."

Þegar Valsmenn eru í stuði er ekkert lið á landinu skemmtilegra áhorfs. Kristinn segir það verulega gaman að spila með Valsliðinu í gírnum.

„Það er geggjað. Það er ógeðslega gaman þegar við hittum á daginn okkar. Við höfum hitt á þá nokkra undanfarið. Óli hefur gefið okkur frjálsræði í sóknarleiknum og það skiptir mig mikli máli. Það eru ákveðnir hlutir settir upp en á síðasta þriðjungnum fáum við frjálsræði og erum með leikmenn sem eiga auðvelt með að búa eitthvað til."

Væri mikið til í að spjalla við Solskjær
Kristinn Freyr verður 25 ára seinna á árinu og hefur ekki farið leynt með að stefna hans sé tekin á að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið.

„Ég hugsaði fyrir tímabilið að þetta væri mitt síðasta tækifæri til að komast út. Ég ákvað að leggja allt í sölurnar og vonandi tekst það. Maður fer meira að pæla í því eftir mót. Tímabilið er enn í gangi," segir Kristinn sem átti stórleik fyrir framan Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde í Noregi, á dögunum. Hefur Solskjær ekki hringt?

„Nei hann hefur ekki hringt enn. Ég væri svo mikið til í að fá að tala við þennan gaur," segir Kristinn enda mikill stuðningsmaður Manchester United þar sem Solskjær er goðsögn.

Í janúarmánuði á þessu fór Kristinn til reynslu til Tromsö í Noregi

„Það var kannski kæruleysi í mér að fresta þessu ekki aðeins en ég sé ekkert eftir þessu í dag. Ég var 5-6 kílóum þyngri en ég er í dag og ég búinn að fara á einhverjar tvær fótboltaæfingar. Mér persónulega fannst ekki gæðamunur á leikmönnum en þeir eru atvinnumenn og auðveldara fyrir þá að komast í gírinn. Menn eru on alla vikuna. Þetta er umhverfi sem ég vill komast í. Það er ástæðan fyrir því að ég hef eytt þúsundum klukkutíma í aukaæfingar," segir Kristinn.

Hann hefur æft mikið aukalega en einnig unnið í andlega þættinum.

„Það þarf að vinna með hausinn á mönnum. Ég hef unnið mikið með andlegu hliðina. Hún hefur stundum dregið mig niður. Ég er skapstór og tapsár. Stundum hleypur skapið með mig í gönur. Það er mikilvægt hvernig maður bregst við að gera mistök. Maður gerir mörg mistök í 90 mínútna fótboltaleik og .að skiptir miklu máli að það taki mann ekki margar mínútur að jafna sig á því, slæmum sendingum eða færaklúðri. Það er eitthvað sem ég hef unnið mikið í."

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranm hér að ofan en þar talar Kristinn Freyr meðal annars um föðurhlutverkið og svarar Tíunni sem eru óhefðbundnari spurningar.
Athugasemdir
banner
banner