Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2016 13:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Við sýndum að við getum verið góðir
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp
Mynd: Getty Images
„Þegar þú tekur stig á heimavelli Tottenham þá er það gott fyrir 99% liða, en í dag sáum við leikinn öðruvísi," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, svekktur eftir 1-1 jafntefli við Tottenham í dag.

Liverpool komst yfir á 43. mínútu þegar James Milner skoraði úr vítaspyrnu. Heimamenn í Tottenham náðu þó að jafna í seinni hálfleik þegar Danny Rose skoraði af stuttu færi. Lokatölur urðu þess vegna 1-1 á White Hart Lane.

Klopp var heilt yfir sáttur með frammistöðu síns liðs, en úrslitin ullu honum vonbrigðum.

„Við spiluðum mjög góðan útileik gegn mjög sterku liði," sagði Klopp sem segir að fyrstu mistök Liverpool hafi komið markinu hjá Tottenham. „Þetta voru okkar fyrstu alvöru mistök og þau enduðu með marki þannig að það er ekki sanngjarnt."

„Við sýndum að við getum verið góðir. Við spiluðum fótbolta og vörðumst mjög vel. Mér líður ekkert ljómandi vel með þetta í augnablikinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner