Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 27. ágúst 2016 14:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James Milner: Þetta hefur verið erfið byrjun
Milner fagnar hér marki sínu í dag
Milner fagnar hér marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
„Á endanum erum við vonsviknir," sagði James Milner, leikmaður Liverpool, eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham á útivelli í dag.

Milner kom Liverpool yfir á 43. mínútu, en í seinni hálfleik var lið Tottenham sterkara og þeir náðu að jafna með marki frá Danny Rose á 72. mínútu. Lokatölur því eins og áður segir 1-1 á White Hart Lane.

„Við gerðum ekki nóg í seinni hálfleiknum þannig að þetta voru líklega sanngjörn úrslit. Við áttum það skilið að vera yfir í leiknum, en við komum ekki nægilega sterkir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa skorað markið."

Milner hefur spilað síðustu leiki í vinstri bakverðinum og hann hefur fundið sig ágætlega þar.

„Þú verður að vera fljótur að læra. Sem betur fer hef ég spilað í úrvalsdeildinni nógu lengi til þess að hafa næga reynslu. Ég hef spilað í fullt af stöðum á ferlinum og ég verð bara að aðlagast þessari stöðu."

„Það lítur út eins og það sé mjög langt síðan við spiluðum síðast á Anfield, en þetta hefur verið erfið byrjun hjá okkur."

Athugasemdir
banner
banner