Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: KFR upp úr fallsæti eftir sigur á Vængjum
Úr leik hjá KFR í sumar
Úr leik hjá KFR í sumar
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
KFR 3 - 2 Vængir Júpiters
1-0 Goran Jovanovski ('11 )
1-1 Vignir Þór Pétursson ('29 )
1-2 Árni Elvar Árnason ('56 )
2-2 Przemyslaw Bielawski ('64 )
3-2 Gunnar Bent Helgason ('84 )

KFR fékk Vængi Júpiters í heimsókn í fyrsta leik dagsins í 3. deild karla og úr varð bara nokkuð fjörugur leikur.

Goran Jovanovski kom KFR yfir snemma, en eftir um hálftíma leik jafnaði Vignir Þór Pétursson fyrir gestina úr Vængjum Júpiters.

Vængir komust svo yfir þegar Árni Elvar Árnason skoraði, en sú forysta entist ekki lengi þar sem Przemyslaw Bielawski var fljótur að jafna.

Gunnar Bent Helgason tryggði svo liði KFR stigin þrjú með marki þegar stutt var eftir. Lokatölur 3-2 fyrir KFR og mikilvægur sigur þeirra staðreynd.

KFR er nú með 12 stig í áttunda sæti. Vængir Júpiters eru í sætinu fyrir ofan með 20 stig. Þetta var leikur í 15. umferð deildarinnar.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner