Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 16:06
Elvar Geir Magnússon
Inkasso-deildin: Fjarðabyggð niður í fallsæti
Rúnar Freyr Þórhallsson skoraði tvö fyrir Huginn.
Rúnar Freyr Þórhallsson skoraði tvö fyrir Huginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fallbaráttan í Inkasso-deildinni er orðin gríðarlega hörð en hún opnaðist upp á gátt í dag.

Huginn vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði á meðan Fjarðabyggð tapaði gegn Þór á Akureyri.

Huginn fór upp í 19 stig með sigrinum og ýtti Fjarðabyggð, sem er með 17 stig, niður í fallsæti. Leiknir Fáskrúðsfirði vermir neðsta sætið með 12 stig og er komið með annan fótinn niður í 2. deildina.

Þórsarar lyftu sér upp í fjórða sætið með sigrinum og eru við hlið Keflavíkur.

HK er í harðri fallbaráttu, er með 18 stig, en liðið er að leika gegn KA og er hægt að fara í beina textalýsingu frá þeim leik með því að smella hérna.

Þór 3 - 1 Fjarðabyggð
1-0 Óskar Jónsson ('15)
2-0 Gunnar Örvar Stefánsson ('28)
3-0 Sigurður Marinó Kristjánsson ('31)
3-1 Dimitrov Zelkjo ('81)
Nánar um leikinn

Leiknir F. 2 - 4 Huginn
0-1 Stefan Spasic ('16)
1-1 Kristófer Páll Viðarsson ('23)
2-1 Jesus Guerrero Suarez ('36)
2-2 Rúnar Freyr Þórhallsson ('41)
2-3 Rúnar Freyr Þórhallsson ('45)
2-4 Birkir Pálsson ('47)
Nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner