Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. ágúst 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ísland í dag - Valur fær KR í heimsókn - FH getur nánast klárað þetta
Kristinn Freyr Sigurðsson verður í eldlínunni í dag.
Kristinn Freyr Sigurðsson verður í eldlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða fimm leikir á dagskrá í Pepsi-deild karla í dag og gætu línur farið að skýrast.

FH fer í heimsókn til Ólafsvíkur þar sem sigur fer mjög langt með að tryggja FH enn einn Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV getur svo nánast endanlega gengið frá vonum Þróttar til að halda sæti sínu í deildinni á meðan ÍA og Víkingur mætast í leik sem gæti skorið úr hvort liðið mun berjast um Evrópusæti.

Fjölnir ætlar sér að halda áfram í toppbaráttunni en Fylkir, sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, stendur í vegi fyrir þeim. Valur og KR mætast svo í stórleik dagsins en það er grannaslagur af bestu gerð.

Einn leikur er svo í 1. deild kvenna en þá mætast Grindavík og Augnablik.

Pepsi-deild karla 2016
17:00 ÍBV-Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
18:00 ÍA-Víkingur R. (Norðurálsvöllurinn)
18:00 Fjölnir-Fylkir (Extra völlurinn)
18:00 Víkingur Ó.-FH (Ólafsvíkurvöllur)
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)

1. deild kvenna 2016 B-riðill
16:00 Grindavík-Augnablik (Grindavíkurvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner