Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. ágúst 2016 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hope Solo gæti hætt í fótbolta
Hope Solo
Hope Solo
Mynd: Getty Images
Hope Solo, bandarískur markmaður landsliðsins og Seattle Reign ætlar að taka sér frí frá fótbolta en hún ver sett í sex mánaða bann eftir að hafa kallað liðsmenn sænska landsliðsins heigla eftir að Bandaríkin féllu úr leik fyrir sænska liðinu á Olympíuleikunum.

Bannið gildir aðeins fyrir landsleiki en hún hefur nú ákveðið að taka sér frí með félagsliðinu líka.

Hún er hins vegar staðráðin í því að áfrýja banninu þó það komi aðeins til með að stöðva hana í að spila örfáa vináttuleiki.

Ferillinn hennar gæti hins vegar verið á enda þar sem hún hefur ákveðið að taka sér frí.
Athugasemdir
banner
banner
banner