Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. ágúst 2016 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Bilic: Gæðin verða meiri þegar Lanzini og Payet koma aftur
Bilic og Guardiola virtust ná vel saman.
Bilic og Guardiola virtust ná vel saman.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic sá jákvæðu hliðarnar eftir 3-1 tap West Ham gegn Manchester City í dag.

Hamrarnir voru án margra lykilmanna og lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik. Michail Antonio minnkaði muninn í síðari hálfleik og voru Hamrarnir í leiknum allt þar til í lokin þegar Raheem Sterling innsiglaði sigur Man City með sínu öðru marki í leiknum.

„Við vorum skelfilegir fram að markinu sem við skoruðum. Þeir voru miklu betri í fyrri hálfleik en við áttum góðan endasprett," sagði Bilic.

„Okkur vantar heilmikið af leikmönnum í hópinn og við prófuðum að breyta leikskipulaginu fyrir leikinn í dag til að reyna að loka betur á ákveðin svæði. Það misheppnaðist, þeir voru miklu sneggri og eru í æðri gæðaflokki.

„Við fáum nokkra menn úr meiðslum eftir landsleikjahléð, fyrst ætti Lanzini að vera klár og svo Payet. Þá mun leikskipulagið breytast aftur og gæðin verða meiri."

Athugasemdir
banner
banner