sun 28. ágúst 2016 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Steinars rekinn frá Njarðvík - Rafn tekur við (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinarsson er búinn að láta af störfum sem þjálfari Njaðrvíkur í 2. deild. Guðmundur var látinn taka pokann sinn.

Guðmundur hefur stýrt Njarðvíkingum í þrjú ár en gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið sérstaklega gott og er liðið sem stendur í neðri hluta 2. deildar karla, sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Rafn Vilbergsson, leikmaður Njarðvíkur, mun stýra liðinu út tímabilið og verður áfram með Ómar Jóhannsson sem aðstoðarþjálfara.

Njarðvík á eftir að spila fjóra leiki á tímabilinu, gegn Aftureldingu, Gróttu og Vestra sem eru í efri hlutanum og gegn botnliði KF.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner