Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 29. ágúst 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spalletti tók fyrirliðabandið af De Rossi
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti, þjálfari Roma, leyndi ekki óánægju sinni eftir 2-2 jafntefli Roma gegn Cagliari á sunnudaginn.

Roma komst í tveggja marka forystu en missti hana niður í síðari hálfleik þegar Marco Borriello og Marco Sau gerðu tvö fyrir heimamenn og náðu að jafna.

„Það er augljóst að það vantar karakter og baráttuanda í hópinn. Stundum eru hæfileikar, tækni og gæði ekki nóg til að vinna," sagði Spalletti.

„Við lendum oft í þessu, við komumst yfir en gefum svo boltann frá okkur ódýrt og okkur er refsað. Við verðum að laga þetta."

Þá tók Spalletti fyrirliðabandið af Daniele De Rossi og lét Alessandro Florenzi fá í staðinn. De Rossi missti fyrirliðabandið vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á móti Porto í undankeppni Meistaradeildarinnar, í leik þar sem níu leikmenn Rómverja töpuðu 3-0 á heimavelli.

„Þetta var döpur stund en De Rossi skidi ákvörðunina og virti búningsklefareglurnar með glöðu geði. Ég sagði De Rossi frá ákvörðun minni fyrst, áður en ég sagði það við allan leikmannahópinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner