Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. ágúst 2016 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Torino er að reyna að kaupa Joe Hart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Torino valtaði yfir Bologna í 2. umferð ítölsku efstu deildarinnar í gær í leik þar sem Andrea Belotti setti þrennu fyrir heimamenn sem unnu 5-1.

Eftir leikinn fór Gianluca Petrarchi, yfirmaður íþróttamála hjá Torino, í viðtal við Sky Italia og talaði um að félagið sé að vinna í að fá enska markvörðinn Joe Hart frá Manchester City.

Daniele Padelli er aðalmarkvörður félagsins en varamarkverðirnir tveir, Alfred Gomis og Salvador Ichazo, veita honum ekki nægilega góða samkeppni um byrjunarliðsstöðu.

„Við erum búnir að ákveða að okkur vantar að kaupa markvörð. Ef Joe Hart kemur þá er það frábært, annars munum við finna einhvern annan," sagði Petrarchi.

Petrarchi talaði svo um varnarmanninn Nikola Maksimovic, sem Napoli hefur verið að reyna að kaupa af Torino undanfarnar vikur. Torino hefur hingað til hafnað öllum tilboðum Napoli, sem varð til þess að Maksimovic hætti að mæta á æfingar og er búinn að vera utan hóps fyrstu leiki tímabilsins.

„Napoli virðist hafa mikinn áhuga á Maksimovic. Þeir eru búnir að bjóða og bjóða í hann en núna er stund sannleikans að renna upp með lokum félagaskiptagluggans. Nú kemur í ljós hversu mikinn áhuga Napoli hefur á Maksimovic í raun og veru."
Athugasemdir
banner
banner
banner