Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Hamrarnir fara inn í úrslitakeppnina í 1. deild kvenna
Hamrarnir fara í úrslitakeppnina.
Hamrarnir fara í úrslitakeppnina.
Mynd: Hamrarnir
KSÍ hefur staðfest að Hamrarnir fari í úrslitakeppni 1. deildar kvenna sem lið númer tvö í C-riðli.

Einherji, Hamrarnir og Sindri enduðu jöfn að stigum í 2-4. sæti riðilsins. Sindri var með bestu markatöluna en hins vegar eru það Hamrarnir sem fara áfram.

Þar sem Völsungur mætti ekki til leiks gegn Einherja 20. ágúst síðastliðinn og Einherji, Hamrarnir og Sindri eru jöfn að stigum í riðlinum, telja mörk í viðureignum þessara félaga gegn Völsungi ekki með við ákvörðun sætis í mótinu.

Hamrarnir enduðu með bestu markatöluna þegar leikir Völsungs voru teknir frá. Hamrarnir mæta því ÍR í úrslitakeppninni um næstu helgi.

Úrslitakeppnin er að taka á sig mynd en á morgun skýrist hvort Augnablik eða Keflavík nái 3. sætinu í B-riðli. Keflavík er stigi á undan Augnabliki en liðið mætir Haukum í kvöld. Augnablik leikur hins vegar við Álftanes á morgun.

8-liða úrslit (3 og 7. september)
Númer 3 í B-riðli - Tindastóll
Víkingur Ó. - Grindavík
Haukar - HK/Víkingur
Hamrarnir - ÍR
Athugasemdir
banner
banner
banner