Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 29. ágúst 2016 20:30
Arnar Geir Halldórsson
Stefano Okaka til Watford (Staðfest)
Okaka hefur leikið fjóra A-landsleiki
Okaka hefur leikið fjóra A-landsleiki
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarliðið Watford hefur gengið frá kaupum á ítalska framherjanum Stefano Okaka.

Okaka kemur til Watford frá belgíska stórveldinu Anderlecht en hann skoraði fimmtán mörk í belgísku úrvalsdeildinni í fyrra sem var hans eina tímabil í Belgíu.

Þessi 27 ára gamli sóknarmaður er ekki alveg ókunnur ensku úrvalsdeildinni því hann var á láni hjá Fulham seinni hluta leiktímabilsins 2010/2011 og skoraði þá tvö mörk í ellefu leikjum.

Okaka gerir fimm ára samning við Watford og mun hann leika í treyju númer 99.

Watford endaði í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en hefur farið illa af stað á þessu tímabili og er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki.


Athugasemdir
banner
banner