þri 30. ágúst 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Allardyce um Rooney: Auðveld ákvörðun
Rooney skorar gegn Íslandi á EM
Rooney skorar gegn Íslandi á EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Allardyce, þjálfari Englands, var ekki í nokkrum vafa um að Wayne Rooney væri best til þess fallinn að gegna fyrirliðastöðu enska landsliðsins áfram.

Í gærkvöldi tilkynnti Allardyce að Rooney myndi halda áfram að vera fyrirliði en enska landsliðið kom saman í gær, í fyrsta skipti undir stjórn Allardyce.

„Wayne hefur verið stórkostlegur fyrirliði fyrir England og framkoma hans sæmir þessu hlutverki það vel að það var auðveld ákvörðun fyrir mig að biðja hann um að halda bandinu."

„Árangur hans talar sínu máli. Hann er reynslumesti leikmaðurinn í hópnum og hann nýtur mikillar virðingar liðsfélaga sinna,"
segir Allardyce.

England mætir Slóvakíu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM, næstkomandi sunnudag.




Athugasemdir
banner
banner