Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 30. ágúst 2016 08:49
Magnús Már Einarsson
Jordi Cruyff: Höfum lengi reynt að kaupa Viðar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordi Cruyff, yfirmaður íþróttamála hjá Maccabi Tel Aviv, segir að félagið hafi lengi reynt að fá Viðar Örn Kjartansson í sínar raðir.

Viðar hefur skrifað undir fjögurra ára samning í Ísrae í morgunl en hann kemur til Maccabi frá Malmö í Svíþjóð.

„Viðar er mikill markaskorari með frábæra ferilskrá," sagði Cruyff í viðtali við heimasíðu Maccabi eftir undirskriftina.

„Við höfum reynt að semja við hann í langan tíma og erum ánægður með að hafa náð markmiði okkar. Við vonumst til að hann geti hjálpað okkur að afreka meira.

Viðar er sjálfur spenntur fyrir því að leika með Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í vetur.

„Ég veit að félagið komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og að það spilaði í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Ég horfði á leiki þar og þetta var mjög erfiður riðill," sagði Viðar.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Maccabi Tel Aviv því að ég veit að þetta er stærsta félagið í Ísrael og það er með magnaða stuðningsmenn og frábæra sögu."

„Ég vil þakka öllum hjá Malmö FF, leikmönnunum, starfsfólkinu og stuðningsmönnunum. Þetta var ótrúlegur tími ar en núna byrjar nýr kafli á ferli mínum."
Athugasemdir
banner
banner