Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. ágúst 2016 16:27
Magnús Már Einarsson
Ryan Mason til Hull (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hull City hefur keypt miðjumanninn Ryan Mason frá Tottenham en hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Hull hefur ekki gefið upp kaupverðið en félagið hefur þó staðfest að það sé hærra en 10 milljónirnar sem Abel Hernandez kostaði árið 2014.

Hinn 25 ára gamli Mason skrifaði undir þriggja ára samning við Hull.

Fyrr í dag fékk Hull markvörðinn David Marshall frá Cardiff.

Nýliðarnir eru einnig að reyna að fá framherjann Will Keane frá Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner