Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. ágúst 2016 21:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Costa viðurkennir að hann vildi yfirgefa Chelsea fyrir Altetico
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Chelsea, viðurkennir að honum hafi fundist freistandi að yfirgefa Chelsea fyrir Atletico Madrid í sumar.

Costa var í tvö ár hjá Atletico og skoraði hann 43 mörk og náðu hann og Diego Simeone, þjálfari liðsins afar vel saman en þeir unnu spænsku deildina ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Atletico hafði áhuga á framherjanum en Chelsea vildi ekki selja.

„Allir vissu að það var möguleiki að ég myndi fara aftur til Atletico, það gékk ekki upp en ég þakka Diego Simeone og stuðningsmönnunum fyrir trúna á mér. Núna er ég hins vegar hjá Chelsea og ég er ánægður þar," sagði Costa.


Athugasemdir
banner
banner
banner