Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Malaga tísti um Isco
Mynd: Getty Images
Tottenham og Malaga eru meðal þeirra félaga sem eru að reyna að krækja í Isco, sóknarsinnaðan miðjumann Real Madrid.

Abdullah N Al Thani, forseti Malaga, tísti um leikmanninn í gærkvöldi og kallaði hann son sinn, en Isco gerði garðinn frægan hjá Malaga.

„Sonur minn #Isco_22. Einn daginn muntu spila fyrir #Málagacf. Ég er viss um það" tísti Al Thani.

Tístið virðist benda til þess að Malaga hafi tapað kapphlaupinu og leikmaðurinn sé á leið til annars félags, líklegast Tottenham.

Isco hefur leikið yfir 100 leiki fyrir Real Madrid þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall. Hann fór til Malaga 19 ára gamall og varð strax að lykilmanni, en Real keypti hann tveimur árum síðar fyrir 30 milljónir evra.



Athugasemdir
banner
banner
banner