Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Úrvalsdeildarfélög settu eyðslumet - Keyptu fyrir meira en milljarð
Mynd: Getty Images
Ensk úrvalsdeildarfélög eru ekki að grínast í þessum félagsskiptaglugga og eru flest búin að kaupa leikmenn til sín á metfé.

Síðasta eyðslumet var sett í fyrra og nam það 900 milljónum punda en í ár komst heildartalan yfir milljarð á næstsíðasta degi gluggans eftir að Arsenal keypti Lucas Perez og Shkodran Mustafi úr spænsku deildinni.

Eyðslumet sumargluggans hefur verið bætt á hverju ári frá 2013, þegar ensk félög keyptu leikmenn fyrir 630 milljónir punda.

Manchester-liðin tvö hafa eytt mestum pening í sumar en Arsenal kemur óvænt í þriðja sæti, á undan Liverpool og Chelsea.

Öll lið deildarinnar nema Tottenham, Swansea, Leicester, Everton og Liverpool hafa keypt leikmenn fyrir meiri pening en þau seldu, en stærsti dagur gluggans er rétt að byrja og allt getur gerst.

Búist er við því að úrvalsdeildarfélögin versli sér leikmenn fyrir fleiri tugi milljóna punda í dag, sérstaklega í ljósi þess að Chelsea og Leicester eru bæði á höttunum eftir liðsstyrk.

Eyðslutaflan:
1. Man City - 168.2m (-164.4m)
2. Man Utd - 145m (-137.7m)
3. Arsenal - 96m (-91.1m)
4. Liverpool - 67.9m (+6.5m)
5. Chelsea - 67.2m (-36.8m)
6. Watford - 58.4m (-40.1m)
7. Crystal Palace - 51.6m (-11.2m)
8. Everton 45.2m (+2.3m)
9. West Ham - 42m (-32m)
10. Leicester - 41.5m (+2m)
11. Southampton - 62.6m (-21.3m)
12. Bournemouth - 34.9m (-15.6m)
13. Swansea - 31.5m (+11m)
14. Tottenham - 29.5m (+8.1m)
15. Middlesbrough - 20.8m (-20.8m)
16. Stoke City - 18.8m (-16.8m)
17. West Brom - 18.5m (-9.6m)
18. Hull City - 14.5m (-10m)
19. Sunderland - 13.5m (-5.1m)
20. Burnley - 11m (-9.5m)
Athugasemdir
banner
banner
banner