Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. ágúst 2016 15:41
Magnús Már Einarsson
Bruno Martins Indi til Stoke (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stoke hefur fengið varnarmanninn Bruno Martins Indi á láni frá portúgalska félaginu Porto.

Stoke á einnig forkaupsrétt á leikmanninum eftir þetta tímabil.

Martins Indi er hollenskur landsliðsmaður en hann spilaði báða leikina gegn Íslandi í undankeppni EM.

Martins Indi fékk rauða spjaldið í síðari leiknum fyrir ári síðan þegar hann sló Kolbein Sigþórsson.

Hinn 24 ára gamli Martins Indi hefur verið undanfarin tvö ár í Portúgal en hann lék áður með Feyenoord.

Smelltu hér til að sjá öll staðfest félagaskipti
Athugasemdir
banner