mið 31. ágúst 2016 22:36
Alexander Freyr Tamimi
Hal Robson-Kanu til West Brom (Staðfest)
Robson-Kanu var frábær á EM.
Robson-Kanu var frábær á EM.
Mynd: Getty Images
Hal Robson-Kanu er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið West Bromwich Albion á frjálsri sölu eftir að hafa staðist læknisskoðun.

Robson-Kanu var óvænt hetja á EM 2016 þar sem hann stóð sig frábærlega með spútnikliði Wales og komst alla leið í undanúrslit.

Hann hefur verið leikmaður Reading allan sinn meistaraflokksferil eftir að hafa alist upp hjá Arsenal, en hann var þó á láni hjá Southend og Swindon árin 2008 og 2009. Hann yfirgaf Reading á frjálsri sölu í sumar.

Robson-Kanu er kantmaður eða framherji og hefur skorað 30 mörk í 228 leikjum fyrir Reading og fjögur mörk í 35 landsleikjum með Wales. Hann er 27 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner