Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. ágúst 2016 21:07
Alexander Freyr Tamimi
Chelsea lánar Piazon til Fulham (Staðfest)
Lucas Piazon í æfingaleik með Chelsea.
Lucas Piazon í æfingaleik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Fulham hefur fengið Brasilíumanninn Lucas Piazon á láni frá Chelsea þar til í janúar á næsta ári.

Brasilíski sóknarmaðurinn gekk í raðir Chelsea sumarið 2011 en hefur ekki náð að festa sig í sessi með aðalliðinu. Hann hefur verið lánaður til Malaga, Vitesse, Frankfurt og nú síðast Reading þar sem hann skpraði fimm mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð.

Piazon er 22 ára gamall og þótti mikið efni er Chelsea fékk hann í sínar raðir. Hann hefur einungis spilað einn leik fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni.

Hjá Fulham mun Piazon hitta fyrir íslenska landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson sem gekk í raðir félagsins frá Krasnodar á dögunum. Fulham er í 2. sæti Championship deildarinnar með 11 stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner