Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2016 21:12
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-kvenna: Dramatík er Valur vann Stjörnuna
Laufey tryggði Val hádramatískan sigur.
Laufey tryggði Val hádramatískan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Valur 2 - 1 Stjarnan
0-1 Donna Kay Henry ('4)
1-1 Vesna Elísa Smiljkovic ('34)
2-1 Laufey Björnsdóttir ('93)
Rautt spjald: Pála Marie Einarsdóttir, Valur ('89)

Valur opnaði titilbaráttuna í Pepsi-deild kvenna upp á gátt með 2-1 sigri gegn toppliði Stjörnunnar rétt í þessu. Dramatíkin á lokamínútunum var hreinlega með ólíkindum.

Donna Kay Henry kom Stjörnunni í 1-0 strax á 4. mínútu en Vesna Smijlkovic jafnaði metin rúmum tíu mínútum fyrir leikhlé.

Atburðarrásin undir lok leiks var svakaleg. Á 89. mínútu fékk Pála Marie Einarsdóttir að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Hörpu Þorsteinsdóttur. Varla mínútu síðar fengu Valsstúlkur víti en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut yfir markið.

Í uppbótartíma skoraði Laufey Björnsdóttir hins vegar sigurmark Vals með glæsilegu skoti og urðu lokatölur 2-1.

Spennan í mótinu magnaðist heldur betur með þessum úrslitum. Stjarnan er enn á toppnum með 34 stig en Valur fór upp í 2. sætið með 30 stig. Breiðablik er í 3. sæti með 29 stig en hefur leikið einum leik minna og getur heldur betur pressað á bæði lið með sigri. Það stefnir því allt í þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner