Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 31. ágúst 2016 22:38
Mist Rúnarsdóttir
Laufey Björns: Vil ekki meina að ég sé hetjan
Laufey skoraði sigurmarkið sem skýtur Val aftur í toppbaráttuna
Laufey skoraði sigurmarkið sem skýtur Val aftur í toppbaráttuna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var frábært. Skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað held ég,” sagði markaskorarinn Laufey Björnsdóttir í viðtali við Fótbolta.net skömmu eftir að hún hafði tryggt liði sínu sigur með glæsilegu marki á lokamínútunni gegn toppliði Stjörnunnar.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Stjarnan

„Það var bæði erfitt og mjög gaman, allt í bland. Við ætluðum að vinna þær í baráttunni. Við erum með gott fótboltalið og ef við vinnum baráttuna þá erum við vel staddar. Við ætluðum að reyna að vera þéttar og láta boltann ganga vel. Mér fannst við vera yfir í baráttunni. Við vorum allar sem ein að berjast eins og ljón.”

Það var mikil dramatík á lokamínútum leiksins og við spurðum Laufey hvað hafi farið í gegnum huga hennar þegar Pála Marie, liðsfélagi hennar, fékk að líta rauða spjaldið í lok leiks.

„Ég hugsaði bara að við ætlum að vinna þetta. Það kom einhver extra orka í okkur allar þegar það gerðist,” sagði Laufey og sagðist hafa hugsað það sama í mótlætinu þegar Margrét Lára misnotaði vítaspyrnu.

Mótlætið efldi Valsliðið bara og Laufey sagðist viss um að geta skorað þegar hún fékk boltann í skotfæri utan teigs. Hún svoleiðis smellhitti boltann og tryggði Val 2-1 sigurinn með draumamarki.

„Ég vil ekki meina að ég hafi verið hetjan. Við stóðum okkur allar ógeðslega vel og það var bara ótrúlega gaman að ég skuli hafa skorað”

Þessi úrslit hleypa lífi í toppbaráttuna og Valsarar færa sig nær toppsætinu.

„Auðvitað eigum við séns. Við gerðum okkur aðeins auðveldara fyrir í sénsinum með því að taka þrjú stig hér þannig að við höldum bara áfram að berjast,” sagði Laufey bjartsýn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner