mið 31. ágúst 2016 22:35
Alexander Freyr Tamimi
Rickie Lambert í Cardiff (Staðfest)
Rickie Lambert er nýr liðsfélagi Arons Einars.
Rickie Lambert er nýr liðsfélagi Arons Einars.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff hafa fengið liðsstyrk í formi framherjans Rickie Lambert. Hann kemur til félagsins frá West Bromwich Albion á tveggja ára samningi.

Lambert hóf ferilinn hjá Blackpool áður en hann fór til Macclesfield, Stockport County og síðan Rockdale. Þaðan fór hann til Bristol Rovers þar sem hann skoraði 59 mörk undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra Cardiff, Paul Trollope.

Frá Bristol hélt Lambert til Southampton þar sem hann skoraði alls 117 mörk á fimm tímabilum og hjálpaði liðinu að komast upp um tvær deildir og festa sig í sessi í úrvalsdeildinni.

Frá Southampton fór Lambert til Liverpool þar sme hann spilaði 36 leiki áður en hann hélt til West Brom í fyrra. Honum tókst ekki að skora nema eitt mark fyrir West Brom í deildinni en vonast til að reima markaskóna á sig á ný í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner