Hundruðir bæjarbúa eiga íslenska landsliðsbúninginn með númeri Ara og nafninu Skúlason á bakinu. Enn fleiri eiga sérstaka boli sem framleiddir hafa verið Ara til heiðurs.
Vinsældir Ara byrjuðu að skapast í bænum fyrir um tveimur árum en orðið „sculason" er notað hjá bæjarbúum þegar þeir eru undrandi yfir einhverju. Í kringum Evrópumótið í sumar kom síðan sprengja í vinsældum Ara og á morgun á að halda sérstaka hátíð í bænum til heiðurs Ara.
Búið er að skipuleggja heljarinnar dagskrá á morgun þar sem fólk ætlar að skemmta sér og öðrum. Andlit Ara verður áberandi þó hann sjálfur geti ekki verið viðstaddur þar sem hann verður í Úkraínu að búa sig undir leik með íslenska landsliðinu.
Smelltu hérna til að fara á heimavæði ítalskra aðdáenda Ara á Facebook
Fótbolti.net ræddi við Ara um þessar vinsældir hans á Ítalíu og segist hann vera með það á stefnuskránni að heimsækja umræddan bæ.
„Það er leiðinlegt að geta ekki verið þarna á hátíðinni á morgun en maður verður að plana ferð þangað," sagði Ari en aðdáendaklúbbur hans á Ítalíu er ansi virkur.
„Ef maður setur eitthvað á Instagram þá er það strax komið á síðuna þeirra. Það er búið að gera boli sem við fengum senda heim, það eru bolir á alla fjölskylduna. Við tókum mynd af okkur í bolunum og stutt myndband sem kemur út á morgun."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en hér að neðan má sjá brot af því sem hefur verið sett inn með kassamerkinu #Skúlasonmania á Twitter en það verður notað fyrir hátíðarhöldin á morgun.
#SkulasonMania ci sono anche io finalmente!!! Finally!!!! @Skulason11 @fains @dede181181 vi aspettiamo!!!! pic.twitter.com/X0lLvKasYk
— Marco Guzzinati (@cugio1974) August 28, 2016
#SkulasonMania con @FraBaraghini 😍😍 pic.twitter.com/Jk8hcO51mL
— IndipendenteSportivo (@IndipendenteS) August 17, 2016
@estensecom Sono admin gruppo #SkulasonManiahttps://t.co/t9n2X1KcxS
— Esercito di Cruciani (@EsercitoCrucian) August 25, 2016
3 settembre facciamo flash mob ore 19,ci siete? pic.twitter.com/TICfmID4Ck
Anche la magnifica @dede181181 e il mitologico @fains sono affetti da #SkulasonMania@AleBonan @DiMarzio e voi? pic.twitter.com/Jp6JMxQF10
— Esercito di Cruciani (@EsercitoCrucian) August 16, 2016
Anche Ignazio #LaRussa aderisce allo #SkulasonMania@nonleggerlo pic.twitter.com/LGNNQXLERg
— Esercito di Cruciani (@EsercitoCrucian) August 3, 2016
Un estratto del video che trovate sulla pagina Facebook! #SkulasonMania a Pieve! @EsercitoCrucian @mlon13 pic.twitter.com/7skvg14YiJ
— IndipendenteSportivo (@IndipendenteS) July 9, 2016
A Pieve di Cento è pandemia per Ari Skulason | https://t.co/3r6N9GxFCJ https://t.co/vF1zjufsUO#SkulasonMania pic.twitter.com/LwMaXcyUl7
— mlon13.com (@mlon13) July 9, 2016























