Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 03. janúar 2005 20:54
Magnús Már Einarsson
Davíð Þór Rúnarsson til Víkings (Staðfest)
Mynd: Merki
Davíð Þór Rúnarsson hefur gengið til liðs við Víking R. Davíð sem er 26 ára gamall sóknarmaður skoraði átta mörk í átján leikjum með Fjölni í fyrstu deildinni í sumar og var hann á meðal markahærri manna þar en hann hefur einnig leikið með Hvöt, Tindastól og Neista H. hér á landi.

Vandamál Víkings síðastliðið sumar var mikið til í sókninni því liðið skoraði ekki mörg mörk eða alls 19 í efstu deild. Hinsvegar binda Víkingar vonir við að Davíð Þór og Elmar Dan Sigþórsson sem kom til liðsins frá KA í haust muni hjálpa liðinu að skora meira í fyrstu deildinni næsta sumar.

Sjá einnig:
Hin Hliðin á Davíði Þór (September 2004)
Athugasemdir
banner
banner
banner