Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 05. september 2016 11:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Óli Kristjáns: Mér líður betur í þessum klúbb
Ólafur gefur skipanir í leik með Randers.
Ólafur gefur skipanir í leik með Randers.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Randers hefur byrjað vel í dönsku úrvalsdeildinni undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Eftir sjö umferðir er Randers með 14 stig, stigi á eftir toppliði Bröndby. Ólafur var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina.

„Við höfum verið mjög solid í varnarleik og ekki gefið mikið af færum og mörkum á okkur. Það hefur verið erfitt að spila á móti okkur. VIð höfum fengið næstfæst mörk á okkur á eftir FC Kaupmannahöfn. Við höfum verið að vinna þessa 1-0 sigra," sagði Ólafur í viðtali við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson á X-inu á laugardaginn.

Ólafur tók við Randers í sumar og hefur náð að koma liðinu á flug eftir vesen hjá félaginu í vor.

„Þegar ég kem þá er ákveðinn órói. Síðasti vetur var erfiður hjá þeim. Það var órói í búningsklefanum og leiðindamál sem kom upp sem er óþarfi að rifja upp. Það voru áskoranir," sagði Ólafur sem hefur hægt og rólega komið sínum aðferðum að.

„Við héldum fast í það sem var búið að gera áður og komum síðan með áherslur sem ég vildi hafa," sagði Ólafur sem veit nú loksins hvernig leikmannahópurinn verður í vetur.

„Við erum komnir í 7. umferð þegar þessi bévítans félagaskiptagluggi lokar. Núna veit ég hvaða hóp ég er með. Úrslitin hafa verið að detta vel miðað við hvaða forsendur hafa verið að sumu leyti á móti okkur."

Ólafur missti starf sitt hjá FC Nordsjælland í fyrravetur þegar nýir eigendur keyptu félagið. Ólafur kann betur við sig hjá Randers.

„Mér líður betur í þessum klúbb. Það er meira svigrúm að öllu leyti til þess að skapa og móta það sem við erum að gera. Auðvitað hjálpar það alltaf þegar það gengur vel, þá er auðveldara að selja allar hugmyndir."

FC Randers er ungt félag sem var stofnað út frá Randers Freja og fleiri félögum árið 2003.

„Sagan er ekki nema þessi þrettán ár. Þeir hafa bæði verið í að byggja upp völlinn og aðstöðuna sem og peninga stöðuna. Félagið er mjög vel rekið. Þó að það sé verið að fá inn leikmenn þá er ekki verið að eyða um efni fram. Þegar leikmenn eru seldir þá eru fengnir leikmenn til að fylla í skörðin," sagði Ólafur sem keypti meðal annars Hannes Þór Halldórsson til Randers í sumar.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner